Poa pratensis

Ættkvísl
Poa
Nafn
pratensis
Íslenskt nafn
Vallarsveifgras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Poa angustiglumis Roshev. Poa articulata Ovcz. Poa bidentata Stapf Poa boliviensis Hack. Poa garanica Ikonn. Poa ianthoides Roiv. Poa maydelii Roshev. Poa pinegensis Roshev. Poa subglabriflora Roshev. Poa urjanchaica Roshev. Poa pratensis subsp. angustiglumis (Roshev.) Tzvelev Poa angustifolia var. angustiglumis (Roshev.) Vorosch. Poa pratensis var. angustiglumis (Roshev.) Bondarenko
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex á túnum og í valllendi, hálfdeigjum og mýrum til fjalla. Mjög algeng um land allt en sennilega aðflutt með grasfræi í upphafi.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.1 - 0.7 (-0.9) m
Vaxtarlag
Lausþýfð, mjög breytileg tegund með skriðular, fremur fáar en blaðmiklar, langar renglur. Renglurnar eru flatvaxnar og blöðin samanbrotin um kjölinn, stráin fremur gisstæð, uppsveigð eða upprétt og beinvaxin, 20-70 (-90) sm á hæð.
Lýsing
Blöðin græn, allbreið, flöt, rennulaga og oft snarprend, blaðoddurinn í lögun eins og bátstefni. Slíðurhimna engin við neðsta blaðslíður, stutt við þau efstu (1-2 mm). Punturinn er egglaga, grænn með fjólublárri slikju, frá 5 upp í 15 sm á lengd. Smáöxin með þrem til fimm blómum. Axagnirnar oftast fjólubláar, með skörpum kili, oddmjóar, þrítauga. Blómagnirnar með ullhárum við fótinn og upp eftir taugunum, oddmjóar, himnurendar, oft grænar neðan til, fjólubláar ofar. Blómgast í júní-júlí. 2n = 28?144."Nokkrir stofnar hafa verið innfluttir til ræktunar, en aðrir eru innlendir. Skipting tegundarinnar í deilitegundir er mjög á reiki og rannsóknir skortir á íslenskum vallarsveifgrösum. Skiptar skoðanir eru á því, hvaða deilitegundir vaxi hér, en einkum hafa þrjár verið taldar: subsp. pratensis, subsp. subcaerulea (Sm.) Hiitonen og subsp. alpigena (Fries ex Blitt) Hiitonen". (H.Kr.) LÍK/LÍKAR: Hásveifgras, varpasveifgras & fjallasveifgras. Vallarsveifgrasið þekkist best frá þeim á skriðulum renglum, með samanbrotnum, löngum blaðsprotablöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=3&taxon_id=200026035
Reynsla
Notuð til sáninga í tún til ræktunar og beitar (innfluttir stofnar).
Útbreiðsla
Algengt um land allt en afar breytilegt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, N Ameríka, Kyrrahafseyjar, S Ameríka.