Poa x jemtlandica

Ættkvísl
Poa
Nafn
x jemtlandica
Íslenskt nafn
Hjallasveifgras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Poa alpina L. subsp. jemtlandica Almq.; Poa alpina v. jemtlandica
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex á melum og í skriðum hátt til fjalla.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Lágvaxin bláleit, blaðgróin grastegund.
Lýsing
Blendingur fjallasveifgrass (Poa alpina) & lotsveifgrass (Poa flexuosa). Finnst uppi á hálendinu á N og austurlandi. Blaðgróin tegund.Það hefur blaðgróinn punt, minnir einna helzt á fjallasveifgras, en punturinn er heldur minni, og ætíð ofturlítið lotinn. Laufblöðin eru mjórri en á fjallasveifgrasi. Hjallasveifgras hefur einkum fundizt á hálendinu norðan Vatnajökuls í nágrenni Snæfells, og einnig í fjalllendi útsveita á Norðausturlandi. Einnig er það nokkuð víða í fjalllendi Tröllaskaga, og hefur vestast fundizt uppi við Snæfellsjökul.(H.Kr). 2n=ca. 36
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæft, en fundið á víð og dreif um landið norðan- og austanvert.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa (Noregur, Svíþjóð, England, Írland)