Polystichum lonchitis

Ættkvísl
Polystichum
Nafn
lonchitis
Íslenskt nafn
Skjaldburkni
Ætt
Dryopteridaceae (Skjaldburknaætt)
Samheiti
Aspidium asperum Gray; Aspidium lonchitis (L.) Sw.; Dryopteris lonchitis (L.) Kuntze;
Lífsform
Fjölær burkni (sígrænn)
Kjörlendi
Vex í urðum og gjótum, snjódældum og gilskorningum. Allvíða í flestum landshlutum en sjaldséður um sunnanvert landið. Skjaldburkninn er snjódældategund eins og skollakamburinn, en gerir vægari kröfur um snjólegu og hefur því víðari útbreiðslu.
Hæð
0.10 - 0.35 m
Vaxtarlag
Fjölær, lágvaxinn, sígrænn burkni. Sterklegir, stuttir, skriðulir eða uppréttir jarðstönglar, alsettir gagnsæju hreistri, 10-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin löng, lensulaga einfjöðruð, skinnkennd með hálfmánalaga, með 20-40 skarptenntum, þéttstæðum smáblöðum. Smáblöðin skakktígullaga, 1-1,5 sm á lengd, lengst um miðju blöðkunnar en styttri til beggja enda. Miðstrengur blaðsins grópaður og hreistraður alveg upp úr. Gróblettir í tveim röðum neðan á smáblöðunum, yfirleitt aðeins á efra hluta blöðkunnar. Skjaldlaga gróhula yfir blettunum meðan þeir eru ungir. 2n = 82.LÍKAR: Skollakambur. Skjaldburkninn er auðþekktur frá honum á tenntum smáblöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200004605; http://delta-intkey.com/britfe/www/polylonc.htm
Útbreiðsla
Algengur þar sem snjóþungt er á Vestfjörðum, miðju Norðurlandi og Austfjörðum. Sjaldgæfur annars staðar, og aðeins á einum stað á Suðurlandi frá Ölfusá austur að Skeiðará. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía, Ástralía, Grænland, Mexíkó, Marakkó, Tonga, Tyrkland, V Sahara ov.