Populus tremula

Ættkvísl
Populus
Nafn
tremula
Íslenskt nafn
Blæösp
Ætt
Salicaceae (Víðiætt)
Samheiti
Populus pseudotremula N.I.Rubtzov
Lífsform
Lítið tré
Kjörlendi
Vex í kjarrlendi, skóglendi og móum. Mjög sjaldgæf, aðeins fundin villt á nokkrum stöðum á landinu.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
5-7 m
Vaxtarlag
Lítið tré með sléttum, gulgrænum til ólífugrænum árssprotum. Eldri börkur gráleitur. Vex sem jarðlægur, lágvaxinn runni þar sem beit er, en getur orðið 5-7 metrar á hæð í friðuðu landi. Blómgast ekki hérlendis svo vitað sé, en fjölgar sér auðveldlega með rótarskotum. Blaðstilkar og ungar greinar hærðar.
Lýsing
Blöðin langstilkuð, með flötum, löngum stilk, heil, kringlótt, hjartalaga eða egglaga, bogtennt og hárlaus, stundum aðeins odddregin í endann, oftast 2-6 sm í þvermál, fagurgræn á efra borði en grádöggvuð á því neðra, nær hárlaus, nema helst neðan til á blaðstrengjum. Blómin í sérbýli, leggstutt eða legglaus, blómhlífarlaus, í ax- eða klasaleitri blómskipan, sem kallast rekill. Ætti að blómgast í maí-júní.LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt frá víði og birki á blöðunum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, innlend tegund, aðeins fundin villt á Norður- og Austurlandi. Hefur auk þess verið ræktuð víðar og dreifir sér þar með rótarsprotum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kananda, Asía, Grikkland, Nýja Sjáland, Rússland, Tyrkland, N Ameríka ov.