Populus trichocarpa

Ættkvísl
Populus
Nafn
trichocarpa
Íslenskt nafn
Alaskaösp
Ætt
Salicaceae (Víðiætt)
Samheiti
Populus balsamifera subsp. trichocarpa (Torr. & A.Gray ex Hook.) Brayshaw
Lífsform
Tré
Blómalitur
Rauðleitir karlreklar, grænir kvenreklar
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
10-20 m
Vaxtarlag
Stórt og bolmikið tré með miklar rætur. Sérbýli, þ.e. ýmist um karl- eða kventré að ræða. Krónan yfirleitt gisin, aflöng - keilulaga. Börkur gulgrár, síðar dökkgrár og sprunginn. Árssprotar ógreinilega ferstrendir, ólífugrænir til rauðbrúnir, ljósdröfnóttir.
Lýsing
Brumin löng, allt að 2,5 sm, ydd, límug og balsamilmandi. Blöðin egglaga-langtígullaga, fremur stór 4-7,5 sm á breidd og allt að 12 sm á lengd, ydd, stilklöng, fíntennt, dökkgræn og gljáandi á efra borði, ljósleit og taugaber á því neðra. Blöðin breytileg að stærð, stærst efst á trénu, allt að 25 sm á toppsprotum. Blaðstilkar langir, 2,5-6 sm, rauðleitir, sívalir. Karlreklar purpurarauðir 6-8 sm að lengd (allt að 12 sm). Kvenreklar eru grænir og 6-10 sm að lengd og lengjast enn við þroska. Blómgast rétt fyrir eða um laufgun. Fræhýðið þrírýmt, með löng svifhár. Fræullin er mikil af kventrjám og því telja margir betra að rækta karlana. Fræ missa fljótt spírunarhæfni sína og verður því að sá þeim fljótt eftir þroska. Haustlitir gulir.Sumar heimildir (t.d. GRIN, ITIS ofl.) telja Populus balsamifera L. subsp. trichocarpa (Torr. & A. Gray) Brayshaw rétta latneska heitið.
Heimildir
9, HKr
Reynsla
Notuð í skjólbelta- og skógrækt og áður fyrr í garða. Viðurinn er m.a. nýttur í kurl og krossviðarplötur, til pappírsgerðar og í eldspýtur.
Útbreiðsla
Innflutt til skógræktar frá Alaska árið 1944 og er víða farin að sá sér út, einkum í Eyjafirði, Skorradal og á Suður- og Suðvesturlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: V N Ameríka frá Alaska til Kaliforníu, ílend víðar.