Potamogeton berchtoldii

Ættkvísl
Potamogeton
Nafn
berchtoldii
Íslenskt nafn
Smánykra
Ætt
Potamogetonaceae (Nykruætt)
Samheiti
Potamogeton fieberi RouyPotamogeton grisebachii Heuff.Potamogeton tenuissimus Rchb.Potamogeton berchtoldii var. acuminatus FieberPotamogeton berchtoldii var. mucronatus FieberPotamogeton pusillus var. berchtoldii Asch & Graebn.Potamogeton pusillus var. tenuissimus Mert. & W. D. J. Koch
Lífsform
Fjölær vatnajurt (einkímblöðungur)
Blómalitur
Óásjáleg blóm
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0,10-0.25 (-0.50) m
Vaxtarlag
Fjölær, einkímblaða vatnajurt, sem vex á kafi að öllu eða einhverju leyti. Stönglar grannir, liðastuttir og oftast mjög greindir, 10-25(-50) sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin striklaga, ljósgræn eða brúngræn, yfirleitt ydd eða með smábroddi í endann, með þrem æðastrengjum, um 2,5-4 sm á lengd og 1-1,5 mm á breidd, slíðurlaus og oftast kaflæg. Axlablöð mjó og himnukennd, um 4-8 mm á lengd. Blómin tvíkynja, fjórir fræflar og fjórar frævur, nokkur saman í einu, stuttu 5-7 mm, nær hnöttóttu axi á stöngulendum, fljóta í vatnsyfirborðinu eða eru í kafi. Axleggurinn 1-2 sm á lengd. Aldinin um 2 mm löng. Blómgast í júní-júlí. KJÖRLENDI: Vex í tjarnapollum, skurðum og grunnum stöðuvötnum. Nokkuð víða um land allt en sjaldséð á hálendinu.LÍK/LÍKAR: Þráðnykra & hnotsörvi. Þráðnykran auðþekkt í blóma á reglulegu bili á milli blómhnoðanna. Smánykran þekkist frá hnotsörvi á blómaxinu á stöngulendanum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um landið á láglendi í grunnum vötnum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa ov.