Potamogeton gramineus

Ættkvísl
Potamogeton
Nafn
gramineus
Íslenskt nafn
Grasnykra
Ætt
Potamogetonaceae (Nykruætt)
Samheiti
Potamogeton crassipes Kit.Potamogeton distachys BellardiPotamogeton graminifolius BenkoePotamogeton heterophyllus Schreb.Potamogeton hybridus PetagnaPotamogeton kochii O. F. LangPotamogeton lanciformis Roem. & Schult.Potamogeton longepedunculatus MeratPotamogeton nigrescens Fr.Potamogeton oblongus SchneiderPotamogeton palustris TeesdalePotamogeton paucifolius OpizPotamogeton gramineus subsp. heterophyllus (Schreb.) Schinz & Thell.Potamogeton gramineus var. terrester Fr.Potamogeton heterophyllus var. pauciflorus Mert. & W. D. J. Koch
Lífsform
Fjölær vatnajurt (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í tjörnum, síkjum, laugum, skurðum og blautum flóum.
Blómalitur
Óásjáleg blóm - ljósbrúnt ax
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10-0.40 m (eftir vatnsdýpi)
Vaxtarlag
Fjölær, einkímblaða vatnajurt, meira eða minna kaflæg. Stönglar greindir, en hæðin getur verið nokkuð mismunandi eftir vatnsdýpt, oft aðeins 10-20 sm, en getur orðið 30-40 sm sé vatnið svo djúpt.
Lýsing
Blöðin slíðruð, tvíhliðstæð, oft með axlablöðum, slíðurhimnan alllöng, þykk og stinn. Flotblöðin (vantar stundum) eru græn, skinnkennd á löngum, grönnum stilk, bogstrengjótt og oddbaugótt. Blaðkan 2-6 sm á lengd og um 1 sm á breidd. Kafblöðin stilklaus, ydd, lensulaga, oftast 3-6 sm á lengd og 0,5 sm á breidd. Axlablöðin striklaga, himnukennd, 1-2 sm á lengd. Blómin tvíkynja, fjórir fræflar og fjórar frævur. Blómin smá, blómhlífarlaus, allmörg saman í grænleitu eða ljósbrúnu axi sem er 1,5-2 sm á lengd og stendur upp úr vatninu. Axleggurinn gildari eftir því sem ofar dregur. Aldinið dökkgrænt, um 2,5 mm á lengd, kjöllaust eða með sljóum kili. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Fjallnykra. Grasnykran þekkist á yddum kafblöðum og á því að axstilkurinn gildnar efst undir axinu.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng á láglendi um land allt, nema helst á Vestfjörðum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa, Kanada, Kína, Grikkland, Grænlaand, Japan, N Ameríka ov.