Potamogeton perfoliatus

Ættkvísl
Potamogeton
Nafn
perfoliatus
Íslenskt nafn
Hjartanykra
Ætt
Potamogetonaceae (Nykruætt)
Samheiti
Potamogeton amplexicaulis Kar.Potamogeton bupleuroides Fern.Potamogeton perfoliatus subsp. bupleuroides (Fern.) HultenPotamogeton perfoliatus var. bupleuroides (Fern.) Farw.
Lífsform
Fjölær vatnajurt (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í stöðuvötnum og lygnum ám, einkum þar sem jarðhiti eða volgir lækir ná að hita upp vatnið.
Blómalitur
Óásjáleg blóm
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.30-1 m (eftir vatnsdýpi)
Vaxtarlag
Fjölær, einkímblaða vatnajurt, sem vex á kafi að öllu eða einhverju leyti. Stönglar þéttblöðóttir og greindir, 30-100 sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin þéttstæð, dökkgræn, stilklaus, venjulega stutt en fremur breið (3-6 x 1,5-2,5 sm), snubbótt, hjartalaga, egglaga eða sporbaugótt, dálítið rykkrend og afar fíntennt, niðurbreið, bogstrengjótt og greipfætt um stöngulinn. Blómin tvíkynja, fjórir fræflar og fjórar frævur. Blómin allmörg saman, örsmá, í 1-2 sm löngu og um 5 mm breiðu, brúnu endastæðu axi sem stendur upp úr vatninu. Axleggirnir stuttir og bognir, oft margir saman. Fræflar með áföstum grænbrúnum bleðlum sem líkjast blómhlíf. Aldin ljósmógræn, um 3 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Langnykra. Hjartanykran auðþekkt á hlutfallslega stuttum og breiðum blöðum. Blöð langnykru eru 7-10 sinnum meiri á lengdina en breiddina.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um land, einkum í vötnum sem hitna á sumrin, sjaldgæf á Vestfjörðum og Norðausturlandi, ófundin á Miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Tasmanía, Evrópa, N Ameríka, Kanada, Kína, Indland, Japan ov.