Potamogeton praelongus

Ættkvísl
Potamogeton
Nafn
praelongus
Íslenskt nafn
Langnykra
Ætt
Potamogetonaceae (Nykruætt)
Samheiti
Potamogeton flexicaulis Dethard.Potamogeton flexuosum Wredow ex Schleich.Potamogeton perfoliatus var. lacustris Wallman
Lífsform
Fjölær vatnajurt (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í frekar djúpum tjörnum og stöðuvötnum, algengust á Norðurlandi.
Blómalitur
Óásjáleg blóm
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.50-3m (eftir vatnsdýpi)
Vaxtarlag
Fjölær, einkímblaða vatnajurt, sem vex á kafi að öllu eða einhverju leyti. Stönglar grófir og greindir með bognum liðum, 50-300 sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin þunn, stór (1-2 x 10-20 sm), hálfgreipfætt, stilklaus, aflöng en niðurbreið með hjartalaga grunni, blaðrend¬ur mjög fíntenntar eða heilar. Axlablöð grábrún, himnukennd, fremur löng (4-7 sm). Blómin tvíkynja, fjórir fræflar og fjórar frævur. Blómin smá, mörg saman í endastæðu axi sem er allt að 4 sm á lengd. Axleggurinn langur og jafngildur. Fræflar með áföstum grænbrúnum bleðlum sem líkjast blómhlíf. Aldinið dökkgrænt, um 5 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Fjallnykra. Langnykran þekkist best frá henni á hlutfallslega mun lengri blöðum og breiðum blaðfæti.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða í stærri vötnum, einkum um landið norðanvert og á Fljótsdalshéraði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Grænland, Japan, Mexíkó, N Ameríka ov.