Potentilla crantzii

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
crantzii
Íslenskt nafn
Gullmura
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Fragaria crantzii CrantzPotentilla alpestris Haller f.Potentilla baldensis A.Kern. ex ZimmeterPotentilla gelida Th.WolfPotentilla salisburgensis HaenkePotentilla villosa (Crantz) ZimmeterPotentilla verna subsp. verna
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á grundum, í móum og í hálfgrónum skriðum.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.15-0.25 m
Vaxtarlag
Stönglar oft margir á sama jarðstöngli, uppsveigðir, meira eða minna greindir, smáhærðir og blöðóttir, 15-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru þrí- til fimm fingruð og meira eða minna hærð, flest og stærst við grunn. Smáblöðin öfugegglaga, fleyglaga og heilrend neðan til en tannsepótt ofan miðju með +- snubbóttum tannsepum, (5–)7–10(–12) mm á lengd og (3–)4–8(–10) mm á breidd. Blaðæðar nokkuð áberandi. Stofnblöðin stilklöng en stöngulblöð stilkstyttri og minni eftir því sem ofar dregur, yfirleitt stilklaus efst á blómstilkum. Blómin fimmdeild, í fáblóma (oftast 3–5 blóma) skúfum úr efri blaðöxlum, hvert blóm um 1,5 sm í þvermál. Krónublöðin gul, með rauðgulum bletti neðst að innanverðu, öfugegglaga eða öfughjartalaga með grunnu viki í endann, allt að því helmingi lengri en bikarblöðin. Bikarinn tvöfaldur, 5 mjóir utanbikarflipar á milli breiðari, odddreginna, fimm bikarblaða. Utanbikarblöðin yfirleitt minni en bikarblöðin. Fræflar og frævur margar. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Brennisóley og skriðsóley. Blöð gullmuru eru loðnari og minni en áðurnefndum sóleyjunum. Auðþekkt á utanbikarnum (tvöfaldur bikar) og blaðgerðinni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt, bæði á láglendi og upp til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, V N-Ameríka