Potentilla erecta

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
erecta
Íslenskt nafn
Engjamura (Blóðrót, Blóðmura)
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Potentilla sylvestris Neck.Potentilla tormentilla (Crantz) Neck.Potentilla tormentilla StokesTormentilla erecta L.
Lífsform
Fjölær jurt
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Allþykkur jarðstöngull með grönnum, uppréttum eða jarðlægum stöngulum, 5-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin langleggjð, þrískipt og visna snemma. Stöngulblöðin stilklaus, stjörnulaga, nær hárlaus. Fjögur gul krónublöð, lítið eitt lengri en bikarblöðin með rauðgulum bletti við nöglina. Lík/Líkar: Gullmura: Þessi sjaldgæfa tegund sem einngig hefur verið nefnd blóðrót (þegar rótin kemst í snertingu við andrúmsloft verður hún rauð), hefur svipuð fimmskipt blöð og gullmura, en þekkist á fjórdeildum, gulum blómum með utanbikar.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, vex við jarðhita í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum. Vex þar aðeins á litlum bletti og óvíst um aldur hennar þar. Annars staðar hefur hún aðeins sést sem slæðingur á örfáum stöðum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Indland, Bali, Mexíkó, Marakkó, Nýja Sjáland, N Ameríka.