Primula stricta

Ættkvísl
Primula
Nafn
stricta
Íslenskt nafn
Maríulykill
Ætt
Primulaceae (Maríulykilsætt)
Samheiti
Aleuritia stricta (Hornem.) Soják
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í rökum leirflögum og helst þar sem jarðvegur er grunnur yfir klöppum. Hann finnst einnig á deigum árbökkum.
Blómalitur
Ljósrauður - rauðfjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Lágvaxin jurt. Uppréttir grannir stönglar, 10-20 sm. Stönglar blaðlausir og ekki hærðir.
Lýsing
Blöðin öll í stofnhvirfingu, 1-2 sm á lengd, heilrend eða ógreinilega bugtennt, spaðalaga, fremur mjó, breiðust framan við miðju en mjókka að örstuttum blaðstilk. Blöð stundum mjölvuð á neðra borði.Blómin fimmdeild, lítil, ljósrauð-rauðfjólublá í blómfáum sveip á stöngulenda. Krónan pípulaga 7-8 mm á lengd með útbreiddum kraga. Krónuflipar sýldir í endann. Bikarblöð 4-5 mm á lengd, klofin um fjórðung niður, grænleit með dökkum, fíngerðum dröfnum ofan til. Fræflar 5, styttri en krónupípan. Ein fræva. Blómleggirnir 5-10 mm með stuttum, mjóum stoðblöðum við grunninn. Blómgast í júní.LÍK/LÍKAR: Engar. Áþekkur er Davíðslykill (Primula egaliksensis) sem aðeins hefur fundist á einum stað á landinu. Hann er nú talinn útdauður. Hann er ívið lægri en maríulykill, ber hvít blóm, og bikarinn klofinn niður að 2/3. Varla er hægt að telja hann lengur með íslensku flórunni en einhverjir virðast þó lifa í voninni um að hann finnist aftur.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæfur en finnst allvíða í grennd við Akureyri á svæðinu frá Hjalteyri og inn fyrir botn Eyjafjarðar.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Finnland, Grænland, Mexíkó, Norgegur, Rússland, Svíþjóð og N Ameríka.