Puccinellia coarctata

Ættkvísl
Puccinellia
Nafn
coarctata
Íslenskt nafn
Varpafitjungur
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Puccinellia distans (Jacq.) Parl.; Atropis distans (Jacq.) Griseb.; Festuca distans (Jacq.) Kunth; Glyceria distans (L.) Wahlenb.; Poa retroflexa Curtis; Poa salina Pollich; Puccinellia distans subsp. distans; Puccinellia distans subsp. distans; Aira aquatica var. distans (Jacq.) Huds.;
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex á strandflesjum, kringum bæi og víðar.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.05 - 0.30 (-45) m
Vaxtarlag
Mjög mörg strá og blaðsprotar frá sömu rót mynda gisnar þúfur. Stráin oftast uppsveigð eða skástæð eða nær jarðlæg og liggja þá í einskonar sveipum, 5-30 (-45) sm að lengd með 2-4 hnjám.
Lýsing
Blöðin blágræn, flöt, oftast samlögð eða uppundin. Slíðurhimnan fremur stutt, stýfð eða snubbbtt.Puntgreinar snarpar, upp- og útréttar um blómgunartímann en útréttar til niðursveigðar þegar líður á sumarið. Öxin aflöng-striklaga 4-7 blóma, yfirleitt grænleit eða dálítið bláleit ofan til. Axagnir mjög misstórar, snubbóttar og himnukenndar. Aldin mjög laus og fallgjörn. Blómagst í júlí. 2n =42.LÍK/LÍKAR: Sjávarfitjungur er með mun styttri og uppstæðari puntgreinar, nær eingöngu bundinn við ströndina.
Heimildir
2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 1 Feb. 2007]
Útbreiðsla
Fundinn hér og hvar með ströndum fram kringum landið, einkum í malar- og sandfjörum, sums staðar alllangt frá sjó. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, temp. Asía, M Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka, Arktísk.