Pyrola grandiflora

Ættkvísl
Pyrola
Nafn
grandiflora
Íslenskt nafn
Bjöllulilja
Ætt
Pyrolaceae (Vetarliljuætt)
Samheiti
Pyrola borealis Rydb.Pyrola canadensis AndresPyrola gormanii Rydb.Pyrola occidentalis R. Br. ex D. DonPyrola grandiflora var. canadensis (Andres) PorsildPyrola grandiflora var. gormanii Rydb.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í skóglendi og hálfdeigum lyngmóum, oftast innan um lyng og hrís.
Blómalitur
Hvítur m bleiku ívafi
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir, strendir, með nokkrum bleikleitum eða móleitum 7-10 mm löngum hreisturblöðum, 10-20 sm á hæð.
Lýsing
Laufblöðin sígræn í blaðhvirfingu við grunn. Blaðstilkar álíka langir eða lengri en blaðkan. Blaðkan nær kringlótt eða sporbaugótt, 2-3,5 sm á kant, fremur þykk og skinnkennd og oft sljóydd. Lítil brún hreisturblöð eru á milli laufblaðanna.Blómin lútandi, hvít, oft með ofurlítið bleikum æðum, bjöllulaga, opin og víð, í fremur gisnum, blómfáum klasa á stöngulendum, stoðblöð lengri en blómleggir. Krónan djúpklofin eða nær niður úr, 14-18 mm í þvermál. Krónublöðin öfugegglaga. Bikarinn tæpur helmingur af lengd krónu. Bikarfliparnir lensulaga, yddir og aftursveigðir. Fræflar 10 og ein fræva. Frjóhirslur fagurgular. Frævan purpurarauð með löngum (um 7 mm), bognum stíl sem skagar út úr krónunni. Bikarblöðin móleit eða bleik um 3 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Klukkublóm. Bjöllulilja auðþekkt á löngum bognum stíl sem nær vel út úr krónunni og stórum blómum með víðu opi og þykkari, skinnkenndari blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Seyði af plöntunni var notað til lækninga, m. a. við ýmsum húðsjúkdómum og augnbólgum. Te af blöðum þótti gott við brjóstveiki, blöðrusjúkdómum og til þess að stilla tíðir kvenna.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Allvíða á austanverðu Norðurlandi frá Eyjafirði austur á utanvert Fljótsdalshérað. Sjaldgæf sunnar á Austfjörðum, ófundin annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Grænland, Mexíkó, Rússland, Svíþjóð, N Ameríka.