Pyrola minor

Ættkvísl
Pyrola
Nafn
minor
Íslenskt nafn
Klukkublóm
Ætt
Pyrolaceae (Vetarliljuætt)
Samheiti
Pyrola conferta Fisch. ex Cham. & Schltdl.Pyrola minor var. conferta (Fisch. ex Cham. & Schltdl.) A.P.Khokhr.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í rökum bollum og gilhvömmum og er oft að finna í snjódældum til fjalla. Algeng um land allt.
Blómalitur
Hvítur m bleiku ívafi
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.07-0.18 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir, strendir, með einu hreisturblaði neðan miðju á blómleggnum, 7-18 sm á hæð.
Lýsing
Laufblöðin sígræn, öll í blaðhvirfingu við grunn. Blöðin stilkuð, kringlótt eða sporbaugótt með ofurlitlum tannörðum. Smá, hreisturkennd blöð inn á milli laufblaðanna. Blómin drúpa, hvítleit, oftast bleik í endann, fimmdeild í stuttum (1,5-3 sm) blómmörgum klasa á stöngulendum. Lensulaga stoðblöð blóma eru á lengd við blómleggina. Blómin nærri hnöttótt þar sem krónublöðin eru hvelfd og nær samlukin. Krónublöð djúpklofin, nær niður í gegn, sporbaugótt eða nær kringlótt, 4-5 mm á lengd. Bikarblöðin dökkrauð, um 2 mm á lengd, odddregin. Fræflar 10 og ein fimmblaða fræva sem myndar hýðisaldin við þroskun. Stíllinn beinn og nær ekki eða aðeins örlítið út úr blóminu. Bikarflipar þríhyrndir eða breiðegglaga, aðfelldir. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Bjöllulilja & grænlilja. Bjöllulilja þekkist á löngum bognum stíl og á stærri og opnari blómum og hefur auk þess heldur þykkari og skinnkenndari blöð. Grænliljan auðþekkt á einhliða blómskipan, grænleitri krónu og yddum, greinilega sagtenntum blöðum
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengt um land allt, nema síst á láglendi Suðurlands. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Grænland, Bali, N Ameríka.