Ranunculus hyperboreus

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
hyperboreus
Íslenskt nafn
Trefjasóley (Sefbrúða)
Ætt
Ranunculaceae
Samheiti
Ranunculus intertextus GreeneRanunculus natans var. intertextus (Greene) L. Benson
Lífsform
Fjölær votlendis-vatnajurt
Kjörlendi
Vex í síkjum, tjörnum, við uppsprettur og víðar. Yfirleitt í leirbornum jarðveg í votlendi eða grunnu vatni. Einkennisjurt fyrir járnríkt uppsprettuvatn í mýrlendi, einkum inni á hálendinu, þar sem hún vex gjarnan í samfélagi við vatnsnarfagras.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.20m
Vaxtarlag
Stönglar jarðlægir, skriðulir í votlendi en flotlægir í grunnu vatni, mjög mislangir, þráðmjóir með uppsveigðum blómleggjum og blöðum, 5-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin stilkuð, hárlaus, þríflipótt, með heilum eða lítið eitt sýldum flipum eða blaðhlutum, lítur þá blaðið út sem fimmflipótt.Blómin þrídeild, gul, fremur fá, 6-8 mm í þvermál á bogsveigðum blómleggjum. Krónublöðin öfugegglaga, oftast þrjú. Bikarblöðin ljósmóleit, álíka löng eða aðeins styttri. Fræflar 10-15 og frævur álíka margar. Blómgast í júní-júlí. 2n = 32.LÍK/LÍKAR: Flagasóley. Trefjasóley þekkist á minni, þrídeildum blómum og ólíkum blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Plantan er ýmist nefnd trefjasóley eða sefbrúða. Nafnið norðsóley er frá Jónasi Hallgrímssyni komið”. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Nokkuð algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, Kanand, N Ameríka, Finnland, Norgur, Svíþjóð, Grænland, Rússland, Kína, Inland ov.