Ranunculus pygmaeus

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
pygmaeus
Íslenskt nafn
Dvergsóley
Ætt
Ranunculaceae (Sóleyjaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í röku mólendi, í snjódældum og við læki og dý til fjalla.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.02-0.07 m
Vaxtarlag
Smágerð fjallaplanta með grönnum, brúnhærðum stönglum, 2-7 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin ljósgræn, grunnblöðin langstilkuð, nærri nýrlaga, blaðkan þrí- til fimmsepótt, 1-1,5 sm á breidd, hárlaus eða með stöku randhárum. Blaðstilkar styttast eftir því sem ofar dregur, efstu stöngulblöðin alveg stilklaus og klofin í 3 aflanga, heilrenda flipa.Blómin fimmdeild, 0,5-1 sm í þvermál. Krónublöðin mött, gul, heldur styttri en bikarblöðin. Bikarblöð grænleit, himnurend og ofurlítið loðin. Fræflar allmargir og frævur sömuleiðis. Samaldin aflangt og hnetur með krókboginni trjónu. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Lækjasteinbrjótur hefur áþekk blöð, en tegundir er auðvelt að aðgreina í blóma. Aldin dvergsóleyjar eru margar smáar hnetur en steinbrjótar bera eitt hýðisaldin, klofið í toppinn.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða en síst á Suðvetur og Suðausturlandi, algeng hátt til fjalla, hvergi á láglendi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa suður að 59° N, Kanada, Grænland, Rússland, N Ameríka.