Ranunculus flammula var. reptans (L.) E. Mey.Ranunculus reptans var. filiformis (Michx.) DC.Ranunculus reptans var. intermedius (Hook.) Torr. & GrayRanunculus flammula var. filiformis (Michx.) Hook.
Lífsform
Fjólær jurt
Kjörlendi
Vex í blautum flögum, í leirefju meðfram tjörnum og í tjarnabotnum, einkum þeirra sem þorna á sumrin.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Vaxtarlag
Stönglar skriðulir með bogsveigðum liðum, rótskeyttir á liðamótum. Verður yfirleitt ekki yfir 5 sm á hæð en getur orðið allt að 20 sm á lengd. Oft nefnd liðaskriðsóley vegna sérkennilegra, skríðandi stöngla. Tjarnabotnar eru oft “útsaumaðir” langar leiðir af skriðstönglum hennar. Stönglar skriðulir með bogsveigðum liðum, rótskeyttir á liðamótum. Verður yfirleitt ekki yfir 5 sm á hæð en getur orðið allt að 20 sm.
Lýsing
Blöðin hárlaus, í hvirfingum á liðamótunum, heilrend, þráðmjó og striklaga, oft breiðari í enda með lensulaga blöðkum.Blómin fimmdeild, um 0,5-1 sm í þvermál. Krónublöðin fagurgul, öfugegglaga, snubbótt og töluvert lengri en bikarblöðin. Bikarblöðin, ljósgulgræn og falla fljótt af. Margar frævur og fræflar einnig fjölmargir (15-20). Hnetur með boginni trjónu. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Efjugras & Trefjasóley. Efjugras með áþekk blöð en skríður ekki og er auk þess auðþekkt á blómunum. Trefjasóley vex einnig í vatni og þekkist á minni, þrídeildum blómum, og hefur auk þess aðra blaðgerð.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt en sjaldgæf á Miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Alaska, Grænland, Evrópa, Asía