Rhinanthus minor

Ættkvísl
Rhinanthus
Nafn
minor
Íslenskt nafn
Lokasjóður
Ætt
Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
Samheiti
Alectorolophus minor (L.) Wimm. & Grab.Rhinanthus balticus U. Schneid.Rhinanthus stenophyllus (Schur) DruceRhinanthus minor subsp. balticus (U. Schneid.) U. Schneid.Rhinanthus minor subsp. elatior O. SchwarzRhinanthus minor subsp. hercynicus O. SchwarzRhinanthus minor subsp. minorRhinanthus minor subsp. monticola (Lamotte) O. SchwarzRhinanthus minor subsp. rusticulus (Chabert) O. SchwarzRhinanthus minor subsp. stenophyllus O. SchwarzRhinanthus minor var. elatior SchurRhinanthus minor var. monticola LamotteRhinanthus minor var. rusticulus ChabertRhinanthus minor var. stenophyllus Schur
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í ýmiss konar valllendi, víða í grónu eða hálfgrónu landi, úthaga eða í heimalandi, oft á röskuðum svæðum, stundum í mólendi. Algeng um land allt, en ekki á miðhálendinu.
Blómalitur
Gulur (fjólublár blettur)
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.30 m
Vaxtarlag
Plantan er oft með móleitum blæ. Stöngullinn er uppréttur, ógreindur eða greindur neðantil, lítt hærður eða nær hárlaus með gagnstæðum, gróftenntum blöðum, 10-30 sm hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, aflöng eða lensulaga, stilklaus, stutthærð, reglulega tennt, oft töluvert breiðari við fótinn, 2-4 sm á lengd og 0,5-1 sm á breidd. Stoðblöðin eins og laufin fyrir utan að þau eru mun minni og efstu stoðblöðin eru styttri en þau neðri, breiðegglaga, græn eða brúnleit. Tennur blaða ávalar, ekki útstæðar á R. minor ssp. minor.Blómin standa fáblóma klasa úr efri blaðöxlunum, einsamhverf, hvert blóm um 15-18 mm á lengd. Krónan samblaða, hjálmurinn gulur, oft með fjólubláum bletti að framan. Bikarinn flatur, 8-15 mm á lengd, víður um miðjuna, þröngur í opið og með grunnar skerðingar. Fjórir fræflar og ein fræva. Aldin stór, flöt, nær kringlótt, dökkbrún og gljáandi, um 1 sm í þvermál. Blómgast í júní-júlí. Tvær deilitegundir eru taldar vera hér á landi, Rhinanthus minor subsp. minor og Rhinanthus minor subsp. groenlandicus (Ostenf.) Neuman, eggjasjóður. Þær hafa ekki reynst auðveldar í aðgreiningu og er því lítið vitað um útbreiðslu þeirra. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, Hkr
Reynsla
“Urtin er talin mýkjandi og því brúkuð við hósta, gulu, lifrarbólgu og niðurgangi. Lokasjóður er e. t. v. misritun fyrir lokusjóður, þ. e. luktur sjóður. Peningagras er alkunnugt nafn, því að aldinin eru lík peningum. Þegar aldinin eru þroskuð, verður plantan þurr og stíf og þá heyrist sem skrjáfi eða hringli í plöntunni. Sennilega er nafnið skrapalaupa af því komið.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengur um land allt nema á Miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Andorra, Armenía, Evrópa, Kanada, Grænland, N Ameríka.