Rhodiola rosea

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
rosea
Íslenskt nafn
Burnirót (Svæfla, Blóðrót)
Ætt
Crassulaceae (Hnoðraætt)
Samheiti
Rhodiola borealis Boriss.Rhodiola krivochizhinii Sipliv.Tolmachevia krivochizhinii (Sipliv.) ARhodiola rosea subsp. elongata (Ledeb.) H.JacobsenSedum rhodiola DC.Sedum roseum (L.) Scop.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í klettaskorum, klettum, í gljúfrum, í hólmum og á melum. Verður vöxtuleg þar sem beitar gætir ekki. Mjög eftirsótt af sauðfé sem heldur henni niðri. Finnst einnig á melum hátt til fjalla en er þar mun minni. Algeng um land allt.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.40 m
Vaxtarlag
Jarðstöngullinn gildur (2-6mm), hnöllóttur, marggreindur og stendur oft upp úr jarðveginum. Sé hann brotinn sundur leggur af honum rósailm. Upp af honum vaxa þéttblöðóttir, uppréttir, ógreindir stönglar, 10-40 sm á hæð. Bæði stönglar og blöð hárlausir.
Lýsing
Blöðin smæst og gisnust neðst á stönglum en þéttari og stærri eftir því sem ofar dregur. Blöðin legglaus, yfirleitt blágræn og oft svolítið rauðleit í oddinn, tungulaga eða öfugegglaga, ydd og stundum ofurlítið tennt í endann, 2-4 sm á lengd og 1-1,5 sm á breidd. Blómin gul, standa mörg saman í greinóttum, blómmörgum skúfum á endum hliðarstöngla. Blómin einkynja (sérbýli), leggstutt. Krónublöðin spobaugótt, litlu lengri en bikarinn, 3-5 mm á lengd. Bikarinn fjórskiptur. Karlblómin með 8 fræflum og fjórum vanþroska frævum. Kvenblómin með 4-5 þroskalegum gulrauðum frævum. Aldin 7-10 mm löng hýðisaldin, með hliðbeygðri trjónu í enda. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Gamalþekkt lækningaplanta. Einkum var jarðstöngullinn notaður og var hann ýmist heill eða saxaður í duft, eða þá að soðið var af honum seyði eða smyrsl. Smyrslin voru græðandi en seyðið var haft við lífsýki (niðurgangi, nýrnaveiki, blóðsótt, gulu og öðrum innvortis meinum. Víða er þess getið, að jurtin sé gott meðal við hárroti eins og nöfnin greiðurót og höfuðrót benda til. Nafnið svæfla gæti merkt, að hún væri ráð við svefnleysi, og munnsviðarót skýrir sig sjálft.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Allvíða um allt land nema þar sem beit er að staðaldri. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, Grænland, Kanada, Kína, Japan, Mexíkó, Mongólia ov.