Rorippa islandica

Ættkvísl
Rorippa
Nafn
islandica
Íslenskt nafn
Kattarjurt
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Rorippa terrestris (Curtis) FussSisymbrium islandicum Gunnerus
Lífsform
Tvíær jurt
Kjörlendi
Vex í tjarnarstæðum, á tjarnarbökkum, í lækjarfarvegum og á rökum áreyrum.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.03-0.20 m
Vaxtarlag
Stönglar hárlausir, gáróttir, jarðlægir, uppréttir eða uppsveigðir, 3-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin 1-4 sm á lengd, afar breytileg að gerð, fjaðurflipótt eða fjaðurskipt, einkum neðan til. Smáblöðin heilrend, tennt eða sepótt, endasmáblaðið oft áberandi stærra en hin. Blómin fjórdeild, smá um 3 mm í þvermál, mörg saman í blómmörgum, stilklöngum klösum úr blaðöxlum. Krónublöðin heldur lengri en bikarinn, gul, mjó, spaða- eða tungulaga innan við 2 mm á lengd. Bikarblöðin bleikleit eða grænfjólublá, himnurend. Fræflar sex og ein fræva um 1 mm á lengd. Aldin sívalur lítið eitt boginn skálpur, 7-10 mm á lengd og 2-2,5 mm á breidd, með löngum og mjög útstæðum leggjum. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Útbreidd á Suðvesturlandi frá Hvalfirði að Þjórsá, og einnig á miðju Norðurlandi frá Fljótum austur í Öxarfjörð. Sjaldgæf annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Eþíópía, Grænland, Kína, Japan, Mexíkó, Nýja Sjáland, N Ameríka ov.