Rosa dumalis

Ættkvísl
Rosa
Nafn
dumalis
Íslenskt nafn
Glitrós
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Rosa glauca Vill. ex Loisel.Rosa reuteri (Godet) ReuterRosa vosagiaca Déségl.Rosa afzeliana subsp. vosagiaca (Desp.) R. Keller & GamsRosa dumalis subsp. dumalisRosa glauca subsp. reuteri (Godet) HayekRosa vosagiaca subsp. vosagiacaRosa canina var. vosagiaca Desp.
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Kjarrlendi og gróðursælar hlíðar.
Blómalitur
Ljósrauður
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.5-1.5 m
Vaxtarlag
Allhár runni sem verður 50 – 150 sm á hæð. Greinar fremur gisnar, bogsveigðar og lútandi með klóleitum, bognum, hliðflötum þyrnum.
Lýsing
Blöðin stakfjöðruð, með tveim til þrem gisnum hliðarpörum. Smáblöðin oft blágræn, fremur gisstæð, egglaga eða sporbaugótt, hvasstennt, oftast ydd, 2-3,5 á lengd og 1,5-2,5 sm á breidd. Axlablöðin löng lykja um stilkinn á allöngum kafla, oftast um 1-1,5 sm. Blómin eru bleik-ljósrauð, 4-6 sm í þvermál, krónublöðin öfughjartalaga, 2-3 sm löng. Bikarblöðin langæ, upp eða útsveigð og oddlöng um 1,5 sm. Hjúpaldinið gulrautt, hárlaust og egglaga. Blómgast aðeins í ræktun hérlendis. 2n = 35. LÍK/LÍKAR: Engar. Glitrósin auðþekkt á blómlit, gisnum þyrnum og stórum axlablöðum.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf. Hefur aðeins fundist í Vestrihvammi í Öræfum (Kvískerjum). Vex þar í allmiklum breiðum innan um birkikjarr í hlíð mót suðri. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka.