Rosa pimpinellifolia

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pimpinellifolia
Íslenskt nafn
Þyrnirós
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Rosa elongata GalushkoRosa gracilipes Chrshan.Rosa microcarpa BesserRosa spinosissima L.Rosa spinosissima subsp. pimpinellifolia (L.) Soó
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Vex í gras- og lyngbrekkum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.3-0.9 m
Vaxtarlag
Stönglar fremur uppréttir, þétt settir mjög misstórum þyrnum 30-90 sm á hæð. Þyrnar frá 1 mm upp í 8 mm að lengd. Smáþyrnar þéttir en inn á milli eru gisstæðari grófir þyrnar.
Lýsing
Blöðin stakfjöðruð, með þremur til fjórum blaðpörum og endablaði. Smáblöðin stilkuð, sporbaugótt, reglulega tennt, 1-2 sm á lengd, dökkgræn á efra borði en blágræn á neðra borði. Blómin fimmdeild, hvít, endastæð, 3-5 sm í þvermál. Krónublöðin 1,5-2 sm að lengd. Margir gulir fræflar í miðju blómsins. Bikarfliparnir mjóir, odddregnir, tenntir, 1-1,5 sm á lengd. Nokkrar loðnar frævur í miðju blómsins þroskast í aldin sem er hjúpaldin, hnöttótt og blárautt að lit, u.þ.b. 6-8 mm í þvermál, holt með smáum hnetum í botni. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 56.LÍK/LÍKAR: Glitrós. Þyrnirós auðgreind frá henni á hvítum blómum. Óblómguð þekkist hún á mjög þéttum, misstórum þyrnum og mun smærri axlablöðum.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf og vex nú á einum sex aðskildum stöðum hérlendis í dag.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Balí, Mexíkó, Íran, Panama, Nýja Sjáland, Kanda, Rússland og N Ameríka.