Rumex acetosa

Ættkvísl
Rumex
Nafn
acetosa
Íslenskt nafn
Túnsúra
Ætt
Polygonaceae (Súruætt)
Samheiti
Acetosa fontano-paludosa (Kalela) HolubAcetosa pratensis Mill.Rumex fontano-paludosus KalelaRumex acetosa subsp. fontano-paludosus (Kalela) Hyl.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í margs konar gróðurlendi, s. s. graslendi, blómlendi, kjarrlendi, hraunum, á melum, í túnum, vegköntum og víðar.
Blómalitur
Grænn - rauðbrydduð blómhlífarblöð mest áberandi
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.20-0.40 m
Vaxtarlag
Stönglar gáraðir, uppréttir eða uppsveigðir neðan til, ógeindir upp að blómskipuninni. Allbreytileg tegund, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin slíðurfætt, stakstæð, örlaga og um þrisvar sinnum lengri en þau eru breið, þau neðstu stilkuð.Sérbýli, einkynja, sérstakar karl-og kvenplöntur; karlplantan er minni en kvenplantan. Blómin mörg í klasaleitum blómskipunum í blaðöxlunum á liðuðum blómleggjum um eða neðan við miðju. Blómhlífarblöð 6, á karlblómunum ýmist græn, rauðbrydduð eða alrauð, himnurend, 2-3 mm á lengd. Sex fræflar. Kvenblómin með þrem niðurbeygðum blómhlífarblöðum og þrem uppréttum sem lykja um þrístrenda frævunaog þrjú marggreind fræni standa út á milli þeirra. Blómgast í maí-júní. Tvær deilitegundir hafa verið aðgreindar hér, Rumex acetosa subsp. acetosa sem einkum vex á láglendi við bæi og talin er aðflutt við landnám og Rumex acetosa subsp. islandicus (Á. Löve) O. Nilsson sem er innlend og er bæði á láglendi og til fjalla. LÍK/LÍKAR: Hundasúra. Túnsúran auðþekkt á blaðlöguninni, hornin neðst á blöðkunni vísa niður, en eru ekki útstæð eins og á hundasúru.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Súra og fríska bragðið af plöntunni stafar af oxalsýru. Sýran ver plöntuna fyrir sniglum og öðrum meindýrum, en hins vegar sækir búpeningur í hana, eins og nöfnin lambasúrur og lambablöðkur benda til. Plantan brúkaðist við harðlífi, matarólyst, blóðsótt, þorsta, blóðlátum og síðast en ekki síst skyrbjúgi”. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Mjög algeng á láglendi um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kína, Evrópa, Equador, Færeyjar, Grænland, Balí, Japan, Malí, Mexíkó, Mongólía, Prerú, Taivan, N Ameríka ov.