Rumex acetosella

Ættkvísl
Rumex
Nafn
acetosella
Ssp./var
ssp. arenicola
Íslenskt nafn
Hundasúra
Ætt
Polygonaceae (Súruætt)
Samheiti
Acetosella multifida (L.) A Acetosella tenuifolia (Wallr.) A Acetosella vulgaris (K.Koch) Fourr. Rumex multifidus L. Rumex tenuifolius (Wallr.) A Rumex acetosella subsp. tenuifolius (Wallr.) O.Schwarz Rumex acetosella var. tenuifolius Wallr. Acetosella vulgaris f. multifida (L.) Dostál
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, áreyrum, í sandi og þurru óræktarlandi, einnig sem slæðingur í túnum.
Blómalitur
Rauð blómhlífarblöð mest áberandi
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.15-0.30 m
Vaxtarlag
Yfirleitt margir stönglar á sömu rót, jarðlægir, uppsveigðir, meira og minna skástæðir, grannir en fremur stinnir, 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Laufblöðin stilkuð, spjótlaga eða lensulaga. Blaðkan 2-6 sm á lengd og 2-20 mm á breidd, með útstæðum eyrum við grunninn. Blómin einkynja í sérbýli, mörg í klasaleitri blómskipan. Blómhlífin 6-blaða. Blómhlífarblöðin oftast rauð, sjaldnar græn, 1 ,5-2 mm á lengd, þrjú þau ytri mjórri en þau innri. Fræflar 6, með rauðum frjóhnöppum. Þrjú ytri blómhlífarblöð kvenblómanna sveigjast niður við aldinþroska en þau innri eru stærri og lykja um þrístrent aldinið. Blómgast í júní. Skipt niður í þrjár deilitegundir, og er lítið vitað um útbreiðslu þeirra hverrar um sig: Rumex acetosella subsp. acetosella, Rumex acetosella var. tenuifolius (Wallr.) O. Schwarz smásúra og Rumex acetosella subsp. arenicola Mäkinen ex Elven (HKr.)LÍK/LÍKAR: Túnsúra. Túnsúran auðþekkt á blaðlöguninni, hornin neðst á blöðkunni vísa niður, en eru ekki útstæð eins og á hundasúru.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
Hefur sömu áhrif og túnsúra. Hundasúrunafnið er líklega komið til af því, að blöðin þóttu ekki eins fýsileg og blöð túnsúrunnar. Tegundin er því kennd við hunda í niðrandi merkingu. Almenningur notar nafnið hundasúra jafnan um túnsúru og því væri ráð að kalla þessa tegund melasúru. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Er víða um land allt. Myndar oft rauðar breiður þar sem áburði er dreift á örfoka land. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Nýja Sjáland, Bútan, Bólevia, Kanada, Chile, Kína, Kólumbía, Kosta Ríka, Equador, Falklandseyjar, Grænland, Guatemala, Indland, Mexíkó, Panama, Perú, S Afríka, Taívan, N Ameríka, Venesúela ov.