Ruppia maritima

Ættkvísl
Ruppia
Nafn
maritima
Íslenskt nafn
Lónajurt
Ætt
Ruppiaceae (Hnotsörvaætt)
Samheiti
Ruppia brachypus J. GayRuppia rostellata KochRuppia maritima subsp. brachypus (Coss.) Å. LöveRuppia maritima var. brevirostris C. AgardhRuppia maritima var. rostrata C. Agardh
Lífsform
Fjölær sjávarlónajurt
Kjörlendi
Vex í grunnum sjó og sjávarlónum. Sjaldgæf en finnst hér og þar með ströndum fram.
Blómalitur
óásjáleg blóm
Blómgunartími
Ágúst
Hæð
0.10-0.60 m
Vaxtarlag
Fjölær, fíngerð jurt, sem vex í söltu eða hálfsöltu vatni. Stönglar greinóttir og með þráðlaga, mógrænum, fíngerðum, yddum blöðum, 10-60 sm á lengd.
Lýsing
Blómin tvíkynja, tvö og tvö saman. Fræflar tveir með hnöttótta frjóhnappa. Fjórar frævur, sem verða að langleggjuðum, skakkegglaga aldinum við þroska. Blómin blómhlífarlaus á löngum blómleggjum og vefjast blómstönglarnir gjarnan upp í gorma við aldinþroska. Blómgast í ágúst. Lík/líkar: Engar
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf jurt í sjávarlónum umhverfis landið. Ófundin við Suðurströndina frá Mýrum vestra austur í Hornafjörð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Antilla Eyjar, Ástralía, Bólivía, Brasilía, Kanada, Kína, Kólumbía, Costa Rica, Evrópa, Equador, Eygyptaland, El Salvador, Indland, Ísrael, Malí, Mexíkó, Nýja Sjáland, Paraguay, Samoa, Tonga, Trinidad and Tobago, N Ameríka og víðar.