Ruppia brachypus J. GayRuppia rostellata KochRuppia maritima subsp. brachypus (Coss.) Å. LöveRuppia maritima var. brevirostris C. AgardhRuppia maritima var. rostrata C. Agardh
Lífsform
Fjölær sjávarlónajurt
Kjörlendi
Vex í grunnum sjó og sjávarlónum. Sjaldgæf en finnst hér og þar með ströndum fram.
Blómalitur
óásjáleg blóm
Blómgunartími
Ágúst
Hæð
0.10-0.60 m
Vaxtarlag
Fjölær, fíngerð jurt, sem vex í söltu eða hálfsöltu vatni. Stönglar greinóttir og með þráðlaga, mógrænum, fíngerðum, yddum blöðum, 10-60 sm á lengd.
Lýsing
Blómin tvíkynja, tvö og tvö saman. Fræflar tveir með hnöttótta frjóhnappa. Fjórar frævur, sem verða að langleggjuðum, skakkegglaga aldinum við þroska. Blómin blómhlífarlaus á löngum blómleggjum og vefjast blómstönglarnir gjarnan upp í gorma við aldinþroska. Blómgast í ágúst. Lík/líkar: Engar
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf jurt í sjávarlónum umhverfis landið. Ófundin við Suðurströndina frá Mýrum vestra austur í Hornafjörð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Antilla Eyjar, Ástralía, Bólivía, Brasilía, Kanada, Kína, Kólumbía, Costa Rica, Evrópa, Equador, Eygyptaland, El Salvador, Indland, Ísrael, Malí, Mexíkó, Nýja Sjáland, Paraguay, Samoa, Tonga, Trinidad and Tobago, N Ameríka og víðar.