Sagina procumbens

Ættkvísl
Sagina
Nafn
procumbens
Íslenskt nafn
Skammkrækill
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Sagina bryoides Reichenb.Sagina corsica JordanSagina procumbens subsp. corsica (Jordan) Rouy & Fouc.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex við lækjar- og áreyrar, á sjávarbökkum, í flagmóum og við uppsprettur, laugar og hveri.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.02-0.08 m
Vaxtarlag
Ljósgræn og hárlaus smáplanta, 2-8 sm á hæð. Stönglar rótskeyttir og mynda flatar og þéttar þúfur, blómgreinar fáblöðóttar og uppsveigðar.
Lýsing
Flest blöðin við grunn. Blöðin gagnstæð, strik- eða sýllaga með stuttum, gagnsæjum broddi, 3-5 mm á lengd og oftast um 0,5 mm á breidd. Blómin endastæð, upprétt við blómgun en drúpa bæði fyrir og eftir blómgun. Blómleggir krókbognir þar til hýðið opnast, styttri en efstu stöngulliðir. Blómin fjórdeild, hvít, smá, hvert blóm aðeins 2-2,5 mm í þvermál. Krónublöðin hvít eða glær, mun styttri en bikarblöðin og falla snemma af. Bikarblöðin græn, sporbaugótt, með mjóum, glærum himnufaldi, um 2 mm á lengd. Fræflar venjulega fjórir til átta. Ein fræva með fjórum til fimm stílum. Aldin egglaga hýðisaldin. Við aldinþroska brettast bikarblöðin venjulega niður og verða útstæð. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Snækrækill & Langkrækill. Skammkrækill yfirleitt með styttri blómleggi, fjórdeild blóm án krónublaða og útstæð bikarblöð frá aldini eftir aldinþroska. Oft erfitt að aðgreina þessar tegundir fyrir blómgun.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög algengur um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Antarctica, Argentina, Ástralía, Evrópa, Chile, Kólumbía, Kosta Ríka, Equador, Falklandseyjar, Færeyjar, Grænland, Indland, Balí, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Azoreyjar, N Ameríka.