Salix arctica

Ættkvísl
Salix
Nafn
arctica
Íslenskt nafn
Fjallavíðir
Ætt
Salicaceae (Víðiætt)
Samheiti
Salix ehlei Flod.Salix anglorum auct. non Cham.Salix brownei (Anderss.) BebbSalix caespitosa KennedySalix crassijulis Trautv.Salix hudsonensis Schneid.Salix pallasii Anderss.Salix petrophila Rydb.Salix tortulosa Trautv.
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Vex í móum, hlíðum, giljadrögum og deigu gras- og mýrlendi, einkum til fjalla. Algengur um land allt.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.15-0.60 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, jarðlægur runni með kræklóttum, brúnum eða rauðbrúnum, gljáandi greinum, 15-60 sm á hæð. Árssprotarnir oft beinvaxnir, uppréttir eða uppsveigðir, oftast hvíthærðir.
Lýsing
Blöðin oddbaugótt eða egglaga, stilkstutt, 2-4 sm á lengd og 1-1,5 sm á breidd, græn eða dálítið gulgræn á efra borði og blágræn á neðra borði, gráloðin, einkum á blaðröndunum og neðra borði. Blómin einkynja í 2-6 sm löngum reklum. Reklarnir hliðstæðir á greinunum. Karlreklarnir rauðleitir fyrst, en verða síðan ljósgulir með dökkleitum, langhærðum rekilhlífum. Fræflar tveir í hverju blómi með rauðum frjóknöppum. Frævur þéttgráloðnar. Frænið fjórklofið, frænin oftast hárauð meðan jurtin blómgast. Hýðin hvítloðin, leggstutt eða legglaus. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Loðvíðir. Blómlausar plöntur loðvíðis er best að þekkja á tiltölulega stórum axlablöðum sem eiga að vera auðsæ á fulllaufguðum greinum. Þau vantar oftast eða eru mjög smá á grávíði. Hreinn loðvíðir er einnig með hárlaus aldin og hefur oftast loðnari, stærri og breiðari blöð en grávíðir. Gekk áður undir nafninu grávíðir og var það nafn notað í sumum landshlutum yfir loðvíðinn og veldur það oft misskilningi þegar rætt er um þessar tvær tegundir. Ekki er það til að einfalda málið að löglega heitið er í dag fjallavíðir þó eflaust kalli hann margir grávíði enn um sinn.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt, síst þó á láglendi sunnanlands.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Kosta Ríka, Indland, Mexíkó, N Ameríka.