Salix caprea

Ættkvísl
Salix
Nafn
caprea
Íslenskt nafn
Selja
Ætt
Salicaceae (Víðiætt)
Samheiti
Salix bakko KimuraSalix coaetanea (Hartman) B. Flod.Salix coaetanea (Hartm.) Flod.Salix hultenii Flod.
Lífsform
Lágvaxið tré
Kjörlendi
Vex best í frjóum, meðalrökum jarðvegi.
Blómalitur
Gulir frjóhnappar áberandi á karlseljum
Blómgunartími
Apríl-maí
Hæð
5-10 (-12) m
Vaxtarlag
Krónumikið, lágvaxið tré, stundum einstofna en oftast margstofna. Börkurinn grár og sléttur í fyrstu en verður rákóttur með aldrinum. Greinar ljósgráar, árssprotar glansandi. Brumin gulbrún, áberandi stór og nær hnöttótt.
Lýsing
Blaðstilkar hærðir, 1-2 sm á lengd. Laufin breytileg að stærð og lögun, oftast 5-10 sm á lengd, egglaga - sporbaugótt og oft með bylgjuðum blaðjaðri, dökkgræn á efra borði en ljósgrágræn og æðaber á neðra borði.Sérbýli. Blómgast rétt fyrir laufgun að vori. Karlreklarnir litríkari og karlplöntur því eftirsóttari til ræktunar. Karlreklar með dökkgula frjóhnappa á blómgunartíma. Kvenreklar grænleitir. Fræ með löngum, hvítum svifhárum. Blómgast í apríl-maí.
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Ræktuð á allmörgum stöðum, hefur sáð sér út á fáeinum stöðum t.d. á Egilsstöðum og í Grafarvogi og Kollafirði á höfuðborgarsvæðinu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Indland, Bali, Japan, Mexíkó, Nýja Sjáland, Rússland, N Ameríka.