Salix myrsinifolia

Ættkvísl
Salix
Nafn
myrsinifolia
Ssp./var
ssp. borealis
Höfundur undirteg.
(Fr.) Hyl.
Íslenskt nafn
Viðja
Ætt
Salicaceae (Víðiætt)
Samheiti
Salix borealis (Fr.) Nasarow
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Innflutt tegund sem víða var ræktuð í görðum og í skjólbeltum frá því um miðja síðustu öld. Hún er löngu farin að sá sér út um víðan völl, og er engin trjátegund á Íslandi jafn dugleg að sá sér og vaxa upp úr þéttum grassverði. Viðjan er farin að sá sér út frá skjólbeltum mjög víða um landið, meira en nokkur önnur erlend tré (H.Kr).
Blómgunartími
Maí
Hæð
2-6 (-11) m
Vaxtarlag
All breytileg tegund. Upprétt vaxtarlag, stundum einstofna en oftar margstofna. Árssprotar hvítloðnir, gulir-dökkbrúnir, grænbrúnir á öðru ári. Börkur gulgrár-grásvartur.
Lýsing
Blöðin breið, oddbaugótt, breiðust rétt framan við miðju, meira eða minna fínhærð, dökkgræn á efra borði en blágrænni og loðin á þvi neðra, með dökka bletti, jarðrar blaða fíntenntir til sagtenntir. Axlablöð velþroskuð og yfirleitt tennt. Reklar 1.5-4 x 1-1,5 sm, hanga eftir greinum endilöngu á stuttum fínhærðum stilk. Blómgast í maí.Lík/Líkar: Hún líkist nokkuð íslenzka gulvíðinum, en blöðin eru ekki eins gljáandi á efra borði og ótennt. Á viðjunni er tiltölulega lítill munur efra og neðra borðs laufblaðanna. Vaxtarlagið er einnig ólíkt gulvíðinum, viðjan vex venjulega beint upp, há, grönn og einstofna að mestu, en gulvíðirinn myndar breiða, margstofna runna.
Heimildir
LA, 9, HKr
Reynsla
Listed as Salix borealis (Fr.) Nasarow in Vascular Plants of Russia and Adjacent Countries as of 26.10.96.
Útbreiðsla
Nokkuð víða á láglendi um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa - Rússlands.