Salix phylicifoia

Ættkvísl
Salix
Nafn
phylicifoia
Íslenskt nafn
Gulvíðir
Ætt
Salicaceae (Víðiætt)
Samheiti
Salix hibernica Rech. fil.
Lífsform
Runni (- lítið tré)
Kjörlendi
Vex einkum þar sem nokkur jarðraki er, meðfram ám og lækjum, í móum og innan um birki og hrískjarr og myndar oft þétt kjarr í deiglendi og skjóli, þar sem beit er lítil.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
1-5 m
Vaxtarlag
Runni eða lágvaxið, margstofna, greinótt tré, stærri inn til landsins en lægri úti við ströndina, 1-5 metrar á hæð. Oft alveg jarðlægur þar sem beit er að staðaldri. Greinarnar hárlausar, uppsveigðar eða uppréttar, stinnar, ólífvugrænar-rauðgljáandi og seigar.
Lýsing
Blöðin með örfínar tennur á blaðjöðrum, skinnkennd, lensulaga eða oddbaugótt, hárlaus, dökkgræn og gljáandi á efra borði en blágrádöggvuð á neðra borði, 3-5 sm á lengd og 1-2 sm á breidd. Blaðrendur niðurorpnar. Hálfvaxin blöð ofurlítið hærð, einkum á röndunum, en fullvaxin eru blöðin hárlaus. Blómin einkynja, í 2-4 sm löngum reklum á stuttum og blaðsmáum leggjum. Rekilhlífarnar með löngum hárum, ljósmóleitar. Fræflarnir tveir í hverju karlblómi. Frævan loðin, stíll og fræni gulgrænleit að lit. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar. Gulvíðir er auðþekktur á gljáandi, hárlausum blöðum með örfínum tönnum á blaðröndum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Mexíkó, Rússland, N Ameríka (aðall. í Alaska).