Sanguisorba officinalis

Ættkvísl
Sanguisorba
Nafn
officinalis
Íslenskt nafn
Blóðkollur
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Pimpinella officinalis Gaertn.Poterium officinale Benth. & Hook.f.Poterium officinale (L.) A.GraySanguisorba baicalensis Popl.Sanguisorba carnea Fisch. ex LinkSanguisorba major Gilib.Sanguisorba microcephala C.PreslSanguisorba polygama F.Nyl.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í röku graslendi, grónum brekkum, í giljum og utan í börðum.
Blómalitur
Dumbrauður
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.14-0.60 m
Vaxtarlag
Jurt með þykka jarðstöngla og harða, stönglar stinnir, gáróttir, uppréttir og blaðfáir, greindir ofan til, 15-60 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin stakfjöðruð, hárlaus og blágræn. Smáblaðapör þrjú til sex, smáblöðin grófsagtennt, hárlaus, ljósblágræn á neðra borði, dekkri ofan, snubbótt í endann, stuttstilkuð með hjartalaga grunni.Blómin fjórdeild, yfirsætin, fjölmörg saman í þéttum hnappi á stöngulendum. Krónublöðin dumbrauð, oddbaugótt, 3-4 mm löng. Bikarblöðin ljósbrún. Fræflar fjórir og ein fræva með bognum stíl. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Víðkunn lækningaplanta eins og viðurnafnið officinalis bendir til (officina þýðir verkstæði, en var jafnframt notað um apótek). Ættkvíslarheitið Sanguisorba er dregið af lat. Sanguis=blóð, og sorbere=drekka í sig. Duft af rótinni stillir blóðrás, sé því stráð í sár, og seyði af allri plöntunni varnar niðurgangi (lífsýki)”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, fundinn á nokkru svæði á Suðvesturlandi frá Borgarfirði að Ölfusá, einnig á Snæfellsnesi, annars aðeins sem slæðingur í þéttbýli.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa, N Asía (til Kamchatka og Japan), Kyrrahafsströnd N Ameríku.