Saxifraga aizoides

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
aizoides
Íslenskt nafn
Gullsteinbrjótur
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga atrorubens Bertol.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, á áreyrum, í skriðum og klettabeltum.
Blómalitur
Gulur - með rauðum dröfnum
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Jarðlægir stönglar eru með blómfáum, uppsveigðum greinum, ógreindir upp að blómskipan, 5-15 sm á hæð. Mynda oft þétta brúska. Blöðin þéttust á blaðsprotunum og neðst á stönglum.
Lýsing
Blöðin ljósgræn, þykk og safamikil, stakstæð á stönglum, heilrend, striklaga eða lensulaga, broddydd, hárlaus eða með grófum en strjálum randhárum, 8-18 mm á lengd og 1,5-3 mm á breidd. Nærri broddinum er lítil gróp fyrir útrennslisvatn. Blómin eru fimmdeild, stilklöng, nokkur saman í skúfum á greinaendum, hvert blóm 10-15 mm í þvermál. Krónublöðin fremur mjó, ljósgul eða heiðgul með litlum, rauðum dröfnum. Bikarblöðin breiðoddbaugótt, upprétt og styttri en krónublöðin. Fræflar 10, frævan klofin í tvennt að ofan. Bikarflipar langegglaga. Hýðið álíka langt og bikarfliparnir. Blómgast í júlí.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða á Austurlandi (frá Skeiðará norður að Langanesströndum) en afar sjaldséð eða ófundin í öðrum landshlutum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Evrópa, Grænland, Mexíkó, Svalbarði, Jan Mayen, Ukraina og N Ameríka.