Saxifraga foliolosa

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
foliolosa
Íslenskt nafn
Hreistursteinbrjótur
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga foliosa auct.Saxifraga stellaris var. comosa Retz.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í rökum leir og aur oft innan um mosa.
Blómalitur
Æxlikorn en ekki eiginleg blóm
Hæð
0.03-010 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir, stundum með einu toppblómi. Greinarnar stuttar, blómlausar en með ltilum grænum æxlikornum, 3-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gróf og gistennt framan til, áþekk blöðum stjörnusteinbrjóts en heldur mjórri. Afar sjaldgæf tegund sem vex aðeins mjög hátt til fjalla. Hann blómgast yfirleitt ekki, en er með þyrpingu af dökkmóleitra æxlikorna á enda blómleggja. 2n = 56.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, aðeins fundinn hátt til fjalla á Miðnorðurlandi frá Skagafirði austur í Kinnarfjöll.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Finnland, Grænland, Ítalía, Mexíkó, Noregur, Svíþjóð, N Ameríka.