Saxifraga oppositifolia

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
oppositifolia
Íslenskt nafn
Vetrarblóm (Lambarjómi)
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga caerulea Pers.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, rindum og í klettum.
Blómalitur
Rauðfjólublár - lýsist með aldri
Blómgunartími
Apríl-maí
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Myndar þéttar breiður. Stönglar jarðlægir, hálftrénaðir, með stuttum, uppsveigðum blómstönglum, oft 5-20 sm á lengd.
Lýsing
Blöðin eru gisstæð á jarðlæga stönglinum en mjög þéttstæð á blómstönglum og sitja í fjórum krossgagnstæðum röðum, svo að stönglar sýnast ferstrendir. Blöðin eru með hvítri kalkholu í oddinn. Laufblöðin randhærð, þykk, sígræn, öfugegglaga, frambreið, íhvolf og mjög smá eða aðeins 3-4 mm.Blómin sitja á greinaendum, rósrauðfjólublá í fyrstu en lýsast við þroska, 10-15 mm í þvermál, fimmdeild. Krónan rauð- rauðfjólublá, lausblaða. Bikarblöðin randhærð, snubbótt, 4-5 mm á lengd. Fræflar 10. Bleik fræva, með tveim stílum, tvíklofin ofan til. Blómgast fyrst allra íslenskra plantna eða um miðjan apríl – maí. Blómgunartíminn er dálítið breytilegur eftir tíðarfari og hæð yfir sjávarmáli.LÍK/LÍKAR: Lambagras. Vetrarblóm auðþekkt frá því á krossgagnstæðum blöðum og klofinni frævu.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Af því að plantan blómgast snemma, oft innan um fannir og skafla, er hún nefnd vetrarblóm eða snjóblómstur. Nöfnin lambablóm og lambarjómi benda til þess að lömb sæki í hana. Sagt er, að te af urtinni eyði þvagstemmu, leiði tíðir kvenna og brjóti steina í nýrum. Ættkvíslarnafnið Saxifraga er dregið af saxum = steinn og frangere = brjóta, og er ýmist skýrt þannig, að plantan vaxi í grýttum jarðvegi, kljúfi steina eða lækni steinsóttir. Einnig nefnd vetrarsteinbrjótur.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengt um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: