Saxifraga rivularis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
rivularis
Íslenskt nafn
Lækjasteinbrjótur
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga debilis Engelm. ex GraySaxifraga hyperborea subsp. debilis (Engelm. ex Gray) A.& D. Love & Kapoor
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex einkum við læki og dý og í blautum klettum, einkum til fjalla.
Blómalitur
Hvítur - bleikleitur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.03-0.15 m
Vaxtarlag
Safamikil, lágvaxin, kjötkennd jurt, 3-15 sm á hæð. Fjölmargir, blöðóttir stönglar. Blómin standa varla upp úr blaðbreiðunni.
Lýsing
Blöðin stilklöng, yfirleitt hárlaus, stutt og breið, yfirleitt fimmsepótt eða fimmflipótt að framan, sum efri blöðin oft þríflipótt. Fliparnir egglaga, oftast snubbóttir. Blómin eru fremur lítil, 1-3 á hverjum stöngli, 7-10 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, stundum örlítið bleikleit, bikarblöðin snubbótt. Fræflar 10, frævan klofin í toppinn, með tveim stílum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Laukasteinbrjótur. Lækjasteinbrjótur hefur enga rauða laukknappa í blaðöxlunum, töluvert minni blóm, en blöðin eru mjög áþekk. Örsmátt, rauðlitað fjallaafbrigði af lækjasteinbrjót er stundum talin sjálfstæð tegund, og nefnd lindasteinbrjótur (Saxifraga hyperborea).
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng tegund um land allt, einkum til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Skandinavía, Grænland, Mexíkó, Rússland, Svalbarði og Jan Mayen, Mexíkó, Stóra Bretland og N Ameríka.