Saxifraga rosacea

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
rosacea
Íslenskt nafn
Toppasteinbrjótur
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga cespitosa auct. eur. med., non L.Saxifraga decipiens Ehrh.Saxifraga groenlandica sensu P. Fourn., non L.Saxifraga cespitosa subsp. decipiens (Ehrh.) Engler & IrmscherSaxifraga petraea Roth.Saxifraga sternbergii Willd.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Grýttur jarðvegur, melar og skriður.
Blómalitur
Hvítur með dekkri rákum
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Mörg blóm á hverjum stöngli, myndar lausar breiður, 5-15 sm á hæð. Öll jurtin kirtilhærð eða mjúkhærð.
Lýsing
Blöðin djúpskert með tveimur til ellefu flipum. Blómin hlutfallslega stór, krönublöðin fannhvít með greinilegum taugum, meir en helmingi lengri en bikarblöðin. Blómgast í júní-júlí. 2n=64.Lík/Líkar: Þúfusteinbrjótur (S. cespitosa) og mosasteinbrjótur (S. hypnoides).
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Allalgengur, einkum á láglendi á landinu sunnanverðu. Útbreiðsla illa þekkt, þar sem hann hefur ekki alltaf verið aðgreindur frá þúfusteinbrjót. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Skandinavía, Austurríki, Frakkland, Þýskaland, Grænland, Írland, Mexíkó, Bretland.