Schedonorus pratensis

Ættkvísl
Schedonorus
Nafn
pratensis
Íslenskt nafn
Hávingull
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Festuca pratensis Huds.-Fl. Angl: 37 1762; F. fluitans var. pratensis (Huds.) Huds. Fl. Angl. Ed. 2: 47. 1778.; Bromus pratensis (Huds.) Spreng., Syst. veg. 1: 359. 1825, non Lam. Encycl. 1: 468. 1785. Lolium festuca Raspail ex Mutel, Fl. franç. 4: 111. 1837, pro syn. Bucetum pratense (Huds.) Parn., Grasses Scotland: 105, pl. 46. 1842. F. elatior var. pratensis (Huds.) A. Gray, Manual Ed. 5: 634. 1867. F. elatior subsp. pratensis (Huds.) Hack. Bot. Centralbl. 8: 407. 1881. Tragus pratensis (Huds.) Panz. ex B. D. Jacks., Index Kew. 2: 1099. 1895, nom. illeg. Lectotype: Herb. Sloane 125.16. (Reveal et al. 1991). Lolium pratense (Huds.) Darbysh., Novon 3: 242. 1993. Type: England in pratis et pascuis.
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Graslendi, sums staðar ræktaður í túnum,
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.30 - 1 m
Vaxtarlag
Laufþýfður með léttskriðular renglur. Stráin uppsveigð, skástæð eða nær upprétt, allstinn, 40-70 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin dökkgræn, flöt, 3-6 mm á breidd, dálítið snörp, 3-5 blöð á hverju strái, en flest við grunn. Slíðrin þétt, ekki uppbláin við grunn, opin að mestu, enginn kjölur.Punturinn er mjór og langur, lítið eitt lotinn, með fáum og stuttum greinum. Smáöxin löng, 10-18 mm með 8-13 blómum, sívöl, ljósgræn eða bláleit, hárlaus, með þétt sköruðum og týtulausum, örstuttum, grágrænum himnurendum, hárlausum ögnum. Blómgast í júlí.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 05 feb. 2007]; http://delta-intkey.com/festuca/www/prat.htm
Útbreiðsla
Slæðingur í grennd við bæi en villtur við Pétursey í Mýrdal og við Sjöundá á Rauðasandi. Mjög sjaldgæfur villtur.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, temp. Asía, N Ameríka, Ástralía, S Ameríka og víðar.