Sedum annuum

Ættkvísl
Sedum
Nafn
annuum
Íslenskt nafn
Skriðuhnoðri (Steinajurt)
Ætt
Crassulaceae (Hnoðraætt)
Samheiti
Sedum zollikoferi F. Hermann & Stefanov
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í grýttum, gróðurlitlum jarðvegi hér og þar í skriðum og klettum, einkum í brekkum á móti sól. Skriðuhnoðrinn er hitakær jurt og vex helst í hlýrri sveitum landsins.
Blómalitur
Gulur - gulgrænn
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.03-0.05 m
Vaxtarlag
Einær jurt, 3-5 sm. Stönglar greindir neðan til í margar uppsveigðar, yfirleitt nokkuð jafnháar greinar.
Lýsing
Blöðin aflöng, sívöl, snubbótt, 3-5 mm á lengd, þykk og safarík, græn en oft rauðflikrótt og gisstæðari en á helluhnoðra þannig að þau hylja ekki stöngulinn.Blómin fimmdeild, gul eða gulgræn, í gisnum skúfum á stöngulendum, hvert blóm 5-9 mm í þvermál. Krónublöðin, mjó og ydd, lítið eða allt að því helmingi lengri en bikarblöðin. Bikarblöðin egglaga, snubbótt. Fræflar 10. Frævur 5, hver um sig með einum stíl. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Helluhnoðri. Skriðuhnoðrinn þekkist á minni og fölari blómum, mjórri krónublöðum og á því að blaðsprotar eru ekki rótskeyttir.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða á láglendi um vestan- og sunnanvert landið og Austurland norður á Hérað. Fremur sjaldgæfur á Miðnorðurlandi, ófundinn í Húnavatnssýslum og á stórum svæðum á Norðausturlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Grænland, Mexíkó, Úkraína.