Selaginella selaginoides

Ættkvísl
Selaginella
Nafn
selaginoides
Íslenskt nafn
Mosajafni
Ætt
Selaginellaceae (Mosajafnaætt)
Samheiti
Lycopodium selaginoides L.Selaginella albarracinensis PauSelaginella spinosa PB.Selaginella spinulosa A. Braun in Döll, Rhein. Fl.: 38. 1843.
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex margs konar þurrlendi, til dæmis í graslendi og mólendi. Mjög algengur um land allt.
Hæð
0.03-0.08
Vaxtarlag
Smávaxin gulgræn, mosalík jurt með marggreinda, fíngerða, þéttblöðótta, dökkgræna stöngla og gróblöðunum í stuttu axi á stöngulendum, 3-8 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin 2-3 mm á lengd, 1 mm á breidd, oddmjóum, þorntenntum blöðum og mislöngum greinum mjókka jafnt út í hvassan odd, með hárkenndar tennur á jöðnam. Gróbæru stönglarnir lengstir með stökum, kylfulaga öxum í endann, uppréttir, með aðlægum blöðum neðst en útréttum gróblöðum efst sem hafa gróhirslur í blaðöxlunum. Neðri gróhirslurnar eru með fjórum stórgróum, hvert um 0,5 mm í þvermál. Í efri gróhislum eru fjölmörg gul smágró. LÍK/LÍKAR: Engar. Minnir í fljótu bragði á mosa en er auðþekktur á gróhirslunum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Færeyjar, Grænland, Evrópa, Mexíkó, Rússland, Úkraína, N Ameríka.