Senecio vulgaris

Ættkvísl
Senecio
Nafn
vulgaris
Íslenskt nafn
Krossfífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Senecio dunensis Dumort.Senecio radiatus Koch
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex við hús og bæi, í görðum, götum og lóðum, oft á röskuðum svæðum. Víða í þéttbýli en finnst einnig í stöku fjörum.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-sept.
Hæð
0.12-0.25 m
Vaxtarlag
Einær jurt. Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, yfirleitt greinóttir ofan til, blöðóttir, lítt hærðir eða með fremur fáum hárum, 12-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin þunn, greipfættum, óreglulega fjaðurskiptum eða fjaðurflipótt, þau neðstu oft sepótt. Separ og flipar óreglulega tenntir. Litlar körfur (3-5 mm í þm) sem breiða lítið úr sér, í þéttum hálfsveip á greinaendum. Blómin gul, öll pípukrýnd. Krónan mjó, um eða innan við 1 mm á breidd, fimmdeild, 5-6 mm á lengd. Frævan með klofið fræni. Fræin með svifkransi. Ytri reifablöðin aðlæg, dökkydd, mun styttri en innri reifablöðin. Blómgast í júní-september. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
2,3,9, Hkr
Reynsla
“Seyði af plöntunni var haft við ýmsum hitasóttum, sárum magaverkjum og höfuðverk”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengur á Suðvesturlandi frá Borgarfirði austur í Mýrdal, þar jafnvel fundinn nokkuð frá bæjum, slæðingur hér og þar í byggð í öðrum landshlutum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Azerbaijan, Bútan, Bólivía, Kanada, Kína, Kosta Ríka, Equador, Færeyjrar, Grænland, Evrópa, Grænland, Ísrael, Japan, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Líbanon, Lesotho, Peru, Rússland, Sýrland, Taiwan, N Ameríka, Venesúela, Yemen.