Sibbaldia procumbens

Ættkvísl
Sibbaldia
Nafn
procumbens
Íslenskt nafn
Fjallasmári
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Coelas procumbens (L.) DulacDactylophyllum sibbaldia Spenn.Potentilla procumbens (L.) Clairv.Potentilla sibbaldia (L.) Griess.Potentilla sibbaldia KurtzPotentilla sibbaldii Haller f.Sibbaldia procumbens var. valdehirta Ohwi
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex einkum til fjalla í snjódældum og bollum.
Blómalitur
Ljósgulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.10 (-0.15) m
Vaxtarlag
Sterklegur stöngullinn vex upp af sterkri rót, gjarnan jarðlægur að hluta en marggreindur og uppsveigður til enda, 5-10 sm á hæð. Blómstönglar oft margir, uppréttir eða uppsveigðir, blaðfáir, gishærðir, lágir í fyrstu en lengjast verulega eftir blómgun og geta þá orðið allt að 15 sm á hæð.
Lýsing
Stofnblöðin eru stilklöng og álíka á hæð og blómstönglar, þrífingruð og gishærð. Smábleðlar með fleyglaga grunni, yfirleitt þrígróftenntir í endann, stundum með fjórar til fimm tennur. Blómin ljósgul, fimmdeild, smá eða aðeins 5-7 mm í þvermál, í þéttum skúfum á stöngulendum. Krónublöðin styttri en bikarinn, mjó og tungulaga. Bikarblöðin lensulaga græn, ydd, með mjóum lensulaga utanbikarflipum á milli. Fræflar 5 en frævur oft 8-20. Smáaldin mógljáandi, trjónulaus. Blómgast í júní-júlí. 2n = 14.LÍK/LÍKAR: Engar. Blöðin minna aðeins á ljónslappa sem hefur þó fleiri en þrjú og mjórri smáblöð.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Fjallasmárinn er ásamt grámullu ein helsta einkennistegund snjódælda á Íslandi. Oftast vaxa þessar tegundir báðar saman, og aðeins þar sem snjór liggur samfellt á vetrum. Í snjóléttum landshlutum finnast þær niður í 350-400 m hæð, og upp í 800-1000 m. Í mjög snjóþungum héruðum eru þær oft mikið á láglendi, allt niður að sjávarmáli”. (H.Kr.)
Útbreiðsla
Algengur um land. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, Kanada, Alaska, Kína, Evrópa, N Ameríka, Pólhverf með stórum eyðum þó.