Silene acaulis

Ættkvísl
Silene
Nafn
acaulis
Íslenskt nafn
Lambagras
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Cucubalus acaulis L.Silene acaulis subsp. arctica ASilene acaulis subsp. longiscapa Vierh.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, holtum, í þurrum og sendnum jarðveg, áburðarsnauðu valllendi og klettaskorum.
Blómalitur
Rauðbleikur (hvítur)
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Upp frá djúpstæðri stólparót (holtarótinni) vaxa margir fjölmargir stuttir, blaðmargir stönglar og verða að þybbnum, hálfkúlulaga þúfum eða flötum gróðurtorfum sem eru þaktar blómum um blómgunartímann. Þúfurnar eru oft 15-40 sm í þvermál og 5-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin smá, striklaga eða sýllaga, 5-15 mm á lengd, 1-2 mm á breidd, broddydd, randhærð örsmáum tannhárum. Blómin leggstutt, stök í efstu blaðöxlum, afar mörg saman þannig að þúfurnar eru sem eitt blómahaf. Krónan lausblaða, snubbótt, rauðbleik, 8-10 mm í þvermál og álíka löng. Bikarblöð samblaða, rauð í endann, en ljósari og oft græn neðan til, klukkulaga, grunnskert með fimm sljóum tönnum. Fræflar 10 og ein fræva með þrem stílum. Aldinið er aflangt, sívalt hýði sem stendur upp úr bikarnum. Blómgast í maí-júní.LÍK/LÍKAR: Vetrarblóm er áþekkt. Lambagrasið auðþekkt á lengri og striklaga laufblöðum og á þúfumynduðu vaxtarlagi, auk þess sem blöðin eru ekki með kalkholu í endann. Þúfur lambagrassins eru afar sérstæðar og setja mikinn svið á melabörð snemma vors þegar þær eru alsettar sínum bleiku blómum. “Oft má sjá þrjár mismunandi gerðir blóma í sömu þúfu: Tvíkynja blóm eru stærst og fagur-rósrauð; karlblóm eru nærri eins stór, ber mikið á 10 rjómagulum fræflum en á stundum sér í óþroskaða frævu; kvenblóm eru minnst og fölbleik á lit. Þau þekkjast á þremur löngum, S-beygðum stílum” (H.Kr).
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Holtarætur, öðru nafni harðaseigjur eða -sægjur, þóttu mesta toræti, nema vel soðnar fyrst í vatni og síðan í mjólk (Sjá máltækið: Flest er það matur, sem í magann kemst nema holtarótin óseydd). Var gerður úr þeim grautur og þótti góður matur þeim, er áttu við sult að búa. Einnig má steikja þær á pönnu í smjöri og hafa með öðrum mat.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Mjög algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka.