Sonchus arvensis

Ættkvísl
Sonchus
Nafn
arvensis
Íslenskt nafn
Grísafífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Sonchus vulgaris RouySonchus vulgaris Rouy subsp. vulgaris
Lífsform
Fjölær jurt
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.50-1.2 m
Vaxtarlag
Stönglar stinnir, uppréttir, allt að 1,2 m á hæð, hárlausir, holir með mjólkursafa, greindir ofan til.
Lýsing
Stöngulblöðn stakstæð, greipfætt um stöngulinn, hárlaus, tennt, aflöng - breiðlínulaga. Grunnblöðin sepótt (lík fíflablöðum) og allt að 20 sm á lengd. Blómin allt að 5 sm í þvermál, eingöngu geislablóm. Tungur gular, þær stærstu allt að 3 sm á lengd með 3-4 tönnum í endann, hárlausar. Biðukollan nær hvít. Blómgast í júlí-ágúst.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Slæðingur á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi, m.a. við Umferðamiðstöðina í Reykjavík.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, N Ameríka, Nýja Sjáland, Taíland ov.