Sparganium angustifolium

Ættkvísl
Sparganium
Nafn
angustifolium
Íslenskt nafn
Trjónubrúsi
Ætt
Sparganiaceae (Brúsakollsætt)
Samheiti
Sparganium affine W.Schnizl.Sparganium acaule (Beeby) Rydb.Sparganium emersum RehmannSparganium multipedunculatum (Morong) Rydb.Sparganium natans L.Sparganium natans var. angustifolium (Michx.) Pursh
Lífsform
Fjölær vatnaplanta
Kjörlendi
Vex í tjörnum, vötnum, skurðum og litlum stöðuvötnum.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.30-0.75 m
Vaxtarlag
Fjölær jurt með skriðulum jarðstöngli og tvíhliðstæðum blöðum, sem oft eru fljótandi, stönglar grannir og linir, 30-75 sm á lengd.
Lýsing
Bæði blöðin og stoðblöðin eru löng og mjó og fljóta ofan á vatninu. Blöðin eru flöt, bandlaga, 6-50 sm á lengd, þau neðri lengri og 2-5 mm á breidd, þau efri styttri, 6-10 mm á breidd við blaðfótinn. Blómin einkynja, í hnöttóttum kollum ofan til á stönglum sem oft rísa örlítið upp frá yfirborðinu, karlblóm í þeim efstu, en kvenblóm í 2-3 þeim neðri, neðstu kollarnir oft á löngum stilk. Karlkollarnir einn til þrír, þétt saman, frjóþræðir um 5 mm á lengd en frjóhnappar aðeins um 1 mm í þvermál. Fræflar þrír í hverju karlblómi og ein fræva í hverju kvenblómi. Fullþroska kvenkollar verða um 1-1,5 sm í þvermál. Blómhlífarblöðin brúnleit, himnukennd og lítt áberandi. Karlkollarnir oftast visnir og fallnir vð aldinþroska. Ald¬inið egglaga, langgárótt, mógrænt eða dökkbrúnt, með mitti, 3-5 mm á lengd með alllangri trjónu. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Tjarna- og mógrafabrúsi. Mógrafabrúsinn hefur minni kolla en trjónubrúsinn og styttri, trjónulaus aldin.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur en fundinn á víð og dreif um landið, einna algengust á Norðaustur- og Austurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Evrópa, Færeyjar, Grænland, Mexíkó, Rússland, N Ameríka.