Spergula arvensis

Ættkvísl
Spergula
Nafn
arvensis
Ssp./var
ssp. sativa
Höfundur undirteg.
(Boenn.) Celak., Prodr. Fl. Böhmen vol. 3, 492. 1875.
Íslenskt nafn
Skurfa
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Spergula sativa Boenn.Spergula arvensis var. sativa (Boenn.) Mert. & W. D. J. Koch
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Vex í sendinni, grýttri jörð oft í flögum og ýmis konar röskuðu landi, oft við bæi. Algeng um sunnan- og suðvestanvert landið en sjaldgæf annars staðar.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-sept.
Hæð
0.10-0.25 m
Vaxtarlag
Einær jurt. Stönglar greinóttir, kirtilhærðir, uppréttir eða skástæðir, 5-25 sm á hæð. Plantan sýnist öll slímug vegna þéttra kirtilhára.
Lýsing
Blöðin gulgræn, kransstæð, þráðmjó, 1-4 sm á lengd, oftast 6-8 saman í kransi, stundum fleiri.Blómin hvít, mörg saman í skúfum á greinaendum, langleggjuð, fimmdeild, 4-6 mm í þvermál, upprétt í fyrstu en drúpa eftir blómgun. Krónublöðin snubbótt, aðeins lengri en bikarblöðin. Bikarblöðin með mjóum himnufaldi, græn eða rauðmenguð. Fræflar 5 eða 10. Ein fræva með 5 stílum. Aldin 5 tennt, gljáandi hýði. Fræin tvíkúpt og nöbbótt með mjóum himnufaldi. Blómgast í júlí og er í blóma langt fram á haust. LÍK/LÍKAR: Flæðaskurfa (Spergularia marina) er mjög sjaldgæf tegund og nokkuð áþekk skurfu. Flæðaskurfan er mun smærri og hefur aðeins þrjá stíla á frævunni. Vex einnig aðallega í fjörum og á sjávarleirum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Skurfa mun vera ævagömul nytjaplanta. Hún þótti góð fóðurplanta, einkum fyrir kýr, og fræ af henni voru brúkuð til manneldis. Plantan er nærandi en uppskeran er mjög lítil.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng á Suðvesturlandi frá Hvammsfirði að Mýrdal, einnig víða frá Öræfum norður í Reyðarfjörð. Annars staðar sjaldgæfur slæðingur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, Evrópa, N & S Ameríka, Grænland, Ástralía og Nýja Sjáland, S Afría, Asía ov.