Stellaria humifusa

Ættkvísl
Stellaria
Nafn
humifusa
Íslenskt nafn
Lágarfi
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á snögggrónum sjávarflæðum og í mýrlendi nálægt sjó.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.03-0.10 m
Vaxtarlag
Náskyldur og mjög líkur stjörnuarfa, 3-10 sm á hæð. Stönglar nokkuð þéttblöðóttir, hárlausir, meira og minna skástæðir.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, oddbaugótt, hárlaus og óstilkuð.Blómin fimmdeild, hvít, 8-12 mm í þvermál. Krónublöðin svo djúpt klofin að þau virðast 10. Bikarblöðin snubbótt eða mjög sljóydd, 3-5 mm, oft íhvolf. Fræflar 10, frævan með þrem stílum. Blómgast í júlí.LÍK/LÍKAR: Líkist stjörnuarfa, en er lágvaxnari og skriðulli, með þéttstæðari, þykkari blöð, hlutfallslega stærri blóm og snubbótt bikarblöð.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða með ströndum fram um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Finnland, Noregur, Grænland, Indland, Japan, Mexíkó, Rússland, Svalbarði og Jan Mayen, N Ameríka.