Stuckenia filiformis

Ættkvísl
Stuckenia
Nafn
filiformis
Íslenskt nafn
Þráðnykra
Ætt
Potamogetonaceae (Nykruætt)
Samheiti
Coleogeton filiformis (Pers.) Les & R. R. HaynesPotamogeton filiformis Pers. (basionym)Potamogeton fasciculatus Wolfg.Potamogeton juncifolius A. Kern.Potamogeton marinus Fr.Potamogeton setaceus Schumach.Potamogeton filiformis subsp. juncifolius (A. Kern.) Asch. & Graebn.Potamogeton filiformis var. alpinus BlyttPotamogeton marinus var. alpinus Blytt
Lífsform
Fjölær vatnajurt (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í stöðuvötnum, lygnum ám, grunnum tjörnum og á flæðum.
Blómalitur
Óásjáleg blóm
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15-0.50 m
Vaxtarlag
Fjölær, einkímblaða vatnajurt, sem vex á kafi að öllu eða einhverju leyti. Stönglar oftast greindur neðan til, 15-50 sm á hæð/lengd, styttri á flæðum sem vatn fjarar út af en lengri (1-2m) í straumvötnum, t.d. í Laxá í S.-Þing.
Lýsing
Blöðin grænbrún, löng, þráðmjó, oft 15-20 sm á lengd og 1 mm á breidd, striklaga eða þráðlaga, ekki broddydd, slíðurfætt, ýmist á kafi eða fljótandi í yfirborðinu. Blómin tvíkynja, fjórar frævur og fjórir fræflar. Blómin nokkur saman í þrem til fimm hnöppum með 0.5-1 sm millibili á stöngulendum. Axleggir langir, yfirleitt fljótandi í vatnsyfirborðinu og ná töluvert langt upp yfir blöðin. Fræflar með áföstum grænmóleitum, kringlóttum bleðlum sem líkjast blómhlíf. Aldin ljósleit, um 1 mm í þvermál og 2 mm á lengd, trjónulaus. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Smánykra og hnotsörvi. Þráðnykran hefur mun lengri blöð en báðar þessar tegundir og er auðþekkt í blóma á reglulegu bili á milli blómhnoðanna.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
Listed as Stuckenia filiformis (Pers.) Börner in HKr.
Útbreiðsla
Algeng um land allt. Finnst hærra til fjalla en allar aðrar nykrur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, N Ameríka, Evrópa, Argentína, Ástralía, Bólivía, Brasilía, Chile, Kosta Ríka, Equador, Eþíópía, Nýja Sjáland, Perú, Súdan, Tansanía, Venesúela ov.