Subularia aquatica

Ættkvísl
Subularia
Nafn
aquatica
Íslenskt nafn
Alurt
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Lífsform
Einær vatnajurt
Kjörlendi
Vex í leirefju meðfram stöðuvötnum, í grunnum tjarnastæðum eða á tjarnabotnum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.01-0.06 m
Vaxtarlag
Renglulaus, örsmá, einær vatnajurt með snjóhvítum rótum, allaga blöðum og blaðlausum, sívölum, uppréttum eða uppsveigðum stönglum, 1-6 sm á hæð.
Lýsing
Öll blöðin í stofnhvirfingu. Blöðin allaga 0,5-4 sm á lengd, 1 mm á breidd neðst, mjókka fram, oft í þráðmjóan odd. Blómin fjórdeild, hvít fá saman og gisstæð í endastæðum klösum. Krónublöðin eru smá og vantar oft, þegar hún blómgast á kafi í vatni. Krónublöðin aflöng 1-2 mm á lengd og innan við 1/2 mm á breidd. Bikarblöðin styttri en krónublöð, græn, oft dökk eða fjólubláleit í oddinn, egglaga, snubbótt með mjóum himnufaldi. Fræflar 6. Ein fræva sem verður við þroska að öfugegglaga eða sporbaugóttu aldini sem verður 2-3 mm á lengd og 1,5-2 mm á breidd. Skálplokin bátlaga, taugalaus. Aldinstilkurinn heldur lengri en aldinið sjálft. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Getur líkst flagasóley, efjuskúfi, álftalauk & tjarnalauk óblómguð. Eftir blómgun og ekki síst eftir aldinþroska er hún auðþekkt á sínum fjórdeildu blómum, sex fræflum og aldinskálpunum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um land í tjörnum og vötnum, sjaldgæf á Vestfjörðum og á miðhálendinu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka