Thlaspi arvense

Ættkvísl
Thlaspi
Nafn
arvense
Íslenskt nafn
Akursjóður
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Lífsform
Einær jurt
Kjörlendi
Einna helst að finna í röskuðu landi í grennd við byggð.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Einær jurt með beinum, ógreindum stöngli með gulgrænum blöðum, neðri blöðin skammæ, 10-20 sm á hæð.
Lýsing

Blómin lítil og lítt áberandi, hvít krónublöð. Skálpurinn stór og hnöttóttur með breiðum himnufaldi. Minnir nokkuð á hjartarfa enda náskyldur honum, en aldinin eru miklu stærri (1-1,5 sm), kringlótt, með áberandi skoru í toppinn.

Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur slæðingur við bæi allvíða um landið.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N & S Ameríka, Ástralía, Nýja Sjáland, Asía (hér og hvar), Rússland ov.